top of page

Virknimat

Virknimat (e. functional behavioral assesment, FBA) er ein af aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar (e. applied behavior analysis) og felur í sér athugun á aðdraganda, afleiðingum og bakgrunnsáhrifavöldum erfiðrar hegðunar. Það er gert með beinum athugunum á aðdraganda, hegðun og afleiðingum þar sem erfiðrar hegðunar gætir oft, yfirleitt í kennslustund. Einnig eru tekin viðtöl við foreldra, kennara og nemandann sjálfan þar sem aðdragandi hegðunar, hegðunin sjálf, tilgangur hennar og mögulegir bakgrunnskáhrifavaldar eru sérstaklega skoðaðir.

​

Upplýsingar úr virknimati auka skilning á áhrifaþáttum hegðunarerfiðleika og nýtast beint við hönnun inngripa til að bæta hegðun. Rannsóknir hafa sýnt að inngrip byggð á virknimati skila betri árangri en inngrip sem ekki taka mið af tilgangi erfiðu hegðunarinnar.

​

Í því sambandi má benda á að bandarísk lög frá 1997 kveða á um notkun virknimats fyrir alla nemendur með greinda hegðunarerfiðleika og þá nemendur þar sem stendur til að breyta kennslufyrirkomulaginu.

​

Agastjórnun.is bíður upp á einstaklingsmiðað úrræði fyrir nemendur með hegðunarvanda þar sem unnið er samhliða með foreldrum, kennurum og nemandanum sjálfum. Verkefnið heitir Einstök lausn og er einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun byggð á virknimati.

bottom of page