Hegðunarvandi í skólastofunni
Á námskeiðinu, sem er um ein klukkustund, verður m.a. tekið fyrir efnið:
-
Helstu greiningar og almennt um úrræði þeim tengdum.
-
Almennt um hegðun.
-
Að fylgjast með hegðun.
-
Umhverfi og hegðun.
-
Ástæða hegðunar.
-
Fyrirbyggjandi ráð.
-
Rauðu flöggin.
-
Viðbrögð í erfiðum aðstæðum.
-
Að stoppa erfiða hegðun.
-
Ráð í erfiðum aðstæðum.
-
Hagnýt ráð.
Námskeiðið er ætlað kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla.
Skólaforðun
Á fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig hægt sé að vinna gegn skólaforðun á markvissan og árangursríkan hátt. Farið verður yfir hvaða atriði hafa reynst áhrifarík gegn skólaforðun ungmenna og leiðir til að styðja við nemandann og foreldra hans. Einnig hvernig skólinn getur komið á móts við nemandann og hvers konar ferli við undirbúning og innleiðingu reglna um skólasókn hefur reynst farsælt.
Námskeiðið er ætlað kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla.