
Fjalar Freyr Einarsson
Fjalar Freyr Einarsson hefur ævilanga reynslu af vinnu með börnum og unglingum eða allt frá því hann sjálfur var barn.
Hann hefur tæplega 20 ára reynslu sem grunnskólakennari. Hann hóf störf sem leiðbeinandi í Borgarhólsskóla á Húsavík haustið 1999 og skráði sig í framhaldi af því í fjarnám hjá Kennaraháskóla Íslands sem hann sinnti samhliða kennslu og útskrifaðist þaðan sem grunnskólakennari vorið 2005.
Frá upphafi kennslu hefur Fjalar unnið með nemendum með krefjandi hegðun og náð eftirtektarverðum árangri sem byggist á jákvæðum aga og virðingu gagnvart nemendum sínum.
Hann lauk grunnmenntun í jákvæðri agastjórnun (PMTO) 2011 og 60 eininga diplómunámi til meistarastigs í jákvæðri sálfræði 2019.
Hann starfar í dag sem kennsluráðgjafi hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar fyrir Grafarvog og Kjalarnes og styður við nemendur, foreldra þeirra og kennara.

Einar Aron Fjalarsson
Einar Aron ákvað níu ára gamall að verða töframaður þegar hann yrði stór sem hann hefur gert æ síðan. Hann hefur síðan þá heimsótt vel á annað þúsund börn í leikskóla og grunnskóla, barnnaafmæli og útihátíðir og þar sem hann þarf oft að takast á við krefjandi aðstæður og halda aga á meðan.
Einar Aron útskrifaðist með BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands í júní 2021 og stundar nú meistaranám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Akureyri. Samhliða því sinnir Einar Aron starfi við félagsráðgjafardeildina í stundakennslu auk umsjá mentorakerfi deildarinnar sem snýst um að bjóða nýnema velkomna í deildina og fylgja þeim eftir, hjálpa þeim að aðlagast skólanum og svara spurningum sem koma upp. Hann leiðbeinir á annan tug mentora sem eiga í beinum samskiptum við nýnema.
Árið 2019 lærði Einar Aron meðferðardáleiðslu og útskrifaðist í október sama ár.
Hann heldur reglulega námskeið, kennir og flytur fyrirlestra.
Nánari upplýsingar um Einar Aron má finna á einararon.is.