top of page
IMG_2360.jpg

Fjalar Freyr Einarsson

Fjalar Freyr Einarsson hefur unnið með börnum nær allan sinn starfsaldur. Hann hefur víðtæka reynslu af barna- og æskulýðsstarfi en hann var æskulýðsfulltrúi Húsavíkurkirkju í fjögur ár og foringi í sumarbúðum KFUM og KFUK á Hólavatni í Eyjafirði. Fjalar hóf kennsluferil sinn í Borgarhólsskóla á Húsavík en hann hefur 20 ára farsæla kennslureynslu í fjölmennum sem fámennum grunnskólum á Norðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Árið 2011 fluttist Fjalar með fjölskyldu sinni til Mosfellsbæjar og hefur unnið síðan þá á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að þjónusta sveitarfélög í hæfilegri akstursfjarlægð frá svæðinu. Einnig er í boði að koma í reglulegar vinnuferðir á landsbyggðina og veita ráðgjöf þess á milli í gegnum fjarfundi.

 

Frá upphafi kennslu hefur Fjalar unnið með nemendum með krefjandi hegðun og náð eftirtektarverðum árangri sem byggist á jákvæðum aga og virðingu gagnvart nemendum sínum. ​

 

Hann lauk kennaraprófi 2005, grunnmenntun í jákvæðri agastjórnun (PMTO) 2011 og 60 eininga diplómunámi til meistarastigs í jákvæðri sálfræði 2019. ​Árið 2022 hóf Fjalar nám í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskólann í Reykjavík og mun ljúka M.Sc. gráðu síðar á árinu (2024) sem atferlisfræðingur.

Samhliða starfi sínu hjá Agastjórnun starfar hann sem ráðgjafi grunnskóla hjá Austurmiðstöð (þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar fyrir austurhluta Reykjavíkur) og styður þar við nemendur, foreldra þeirra og kennara og starfsfólk skóla og frístundaheimila.

Frá því Fjalar hóf störf hjá Austurmiðstöð hefur hann verið í fararbroddi sérfræðinga Reykjavíkur í skólaforðun og leitt teymi sérfræðinga á því sviði hjá borginni. Einnig hefur hann haldið fyrirlestra um skólaforðun víðs vegar um landið.

Fjalar stofnaði Einstakar lausnir ehf. ásamt Einari Aroni 2014. Í upphafi vann hann að námsgagnagerð fyrir Skólavefinn (Stærðfræðikennarinn.is og Framhaldsskólakennarinn.is) og Háskóla Íslands en vinnur nú á vegum Agastjórnunar eingöngu með hegðunar- og samskiptavanda þar sem áherslan er að veita ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla og frístundarheimila í umboði barnaverndar og velferðarkerfisins.

Einnig vinnur Fjalar sem skólaráðgjafi hjá Austurmiðstöð (þjónustumiðstöð Reykjavíkur í austurhluta borgarinnar) þar sem hann veitir ráðgjöf til þeirra 15 grunnskóla sem miðstöðinni tilheyrir.

dp.jpg

Einar Aron Fjalarsson

Einar Aron ákvað níu ára gamall að verða töframaður þegar hann yrði stór sem hann hefur gert æ síðan. Hann hefur síðan þá heimsótt vel á annað þúsund börn í leikskóla og grunnskóla, barnnaafmæli og útihátíðir og þar sem hann þarf oft að takast á við krefjandi aðstæður og halda aga á meðan.

Einar Aron útskrifaðist með BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands í júní 2021 og lýkur meistaraprófi vorið 2024. Auk þess lýkur hann diplómunámi á meistarastigi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Akureyri vorið 2024. Haustið 2023 hlaut Einar Aron ráðgjafaréttindi Samvinnu eftir skilnað fyrir fagfólk sem notað er í vinnu með börnum og fjölskyldum.

Einar Aron heldur reglulega námskeið, kennir og flytur fyrirlestra. Nánari upplýsingar má finna á einararon.is.

bottom of page