top of page

Lærðu meira um

PMTO

PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð og er agastjórnunaraðferð fyrir uppalendur sem byggir á jákvæðri agastjórnun (PBS). Aðferðin byggir á grunni fjölda rannsókna dr. Gerald Patterson, dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á rannsóknarstofunni Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. Aðferðin er oftast kölluð PMT Oregon aðferðin, þar sem hún er kennd við Oregon-fylki í Bandaríkjunum.

​

PMTO agastjórnunaraðferðin er ætluð uppalendum barna með hegðunarfrávik. Aðferðin gengur út á að barninu er ætlað að læra góða hegðun í gegnum tengsl sín við aðra. Sum börn eru líffræðilega meira krefjandi en önnur og þar af leiðandi eru þau börn líklegri til að mæta neikvæðum viðbrögðum frá uppalendum sínum. Með PMTO aðferðinni er hægt að draga úr þessum viðbrögðum með því að vinna með ákveðna grunnþætti sem draga úr hegðunarvanda barnsins og stuðla að jákvæðri hegðun þess.

bottom of page