top of page
Jákvæð sálfræði
Jákvæð sálfræði er fræðigrein sem skoðar á vísindalegan hátt með mælingum hvað einstaklingurinn telur mikilvægt fyrir lífsánægju sína. Jákvæða sálfræðin vinnur út frá jákvæðu þáttunum í lífinu – þ.e.a.s. hvað einkennir fólk sem gengur vel í lífinu og er hamingjusamt.
Jákvæðar tilfinningar sem auka almenna velferð hafa þar mikið að segja og hjálpa einstaklingum að blómstra bæði tilfinningalega og starfslega. Þetta eru tilfinningar eins og gleði, áhugi fyrir eigin hamingju, hugarró og ást. Jákvæðar tilfinningar hjálpa einstaklingum að blómstra andlega yfir lengri tíma og draga úr líkunum á þunglyndi og almennri depurð.
-
Jákvæð sálfræðiJákvæð sálfræði er fræðigrein sem skoðar á vísindalegan hátt með mælingum hvað einstaklingurinn telur mikilvægt fyrir lífsánægju sína. Jákvæða sálfræðin vinnur út frá jákvæðu þáttunum í lífinu – þ.e.a.s. hvað einkennir fólk sem gengur vel í lífinu og er hamingjusamt. Jákvæðar tilfinningar sem auka almenna velferð hafa þar mikið að segja og hjálpa einstaklingum að blómstra bæði tilfinningalega og starfslega. Þetta eru tilfinningar eins og gleði, áhugi fyrir eigin hamingju, hugarró og ást. Jákvæðar tilfinningar hjálpa einstaklingum að blómstra andlega yfir lengri tíma og draga úr líkunum á þunglyndi og almennri depurð.
-
VirknimatVirknimat (e. functional behavioral assesment, FBA) er ein af aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar (e. applied behavior analysis) og felur í sér athugun á aðdraganda, afleiðingum og bakgrunnsáhrifavöldum erfiðrar hegðunar. Það er gert með beinum athugunum á aðdraganda, hegðun og afleiðingum þar sem erfiðrar hegðunar gætir oft, yfirleitt í kennslustund. Einnig eru tekin viðtöl við foreldra, kennara og nemandann sjálfan þar sem aðdragandi hegðunar, hegðunin sjálf, tilgangur hennar og mögulegir bakgrunnskáhrifavaldar eru sérstaklega skoðaðir. Upplýsingar úr virknimati auka skilning á áhrifaþáttum hegðunarerfiðleika og nýtast beint við hönnun inngripa til að bæta hegðun. Rannsóknir hafa sýnt að inngrip byggð á virknimati skila betri árangri en inngrip sem ekki taka mið af tilgangi erfiðu hegðunarinnar. Í því sambandi má benda á að bandarísk lög frá 1997 kveða á um notkun virknimats fyrir alla nemendur með greinda hegðunarerfiðleika og þá nemendur þar sem stendur til að breyta kennslufyrirkomulaginu. Agastjórnun.is bíður upp á einstaklingsmiðað úrræði fyrir nemendur með hegðunarvanda þar sem unnið er samhliða með foreldrum, kennurum og nemandanum sjálfum. Verkefnið heitir Einstök lausn og er einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun byggð á virknimati.
-
Jákvæð agastjórnunJákvæð agastjórnun er þýðing á Positive Behavior Support (PBS) sem er gagnreynd rannsóknaraðferð til að auka lífsgæði barnsins og minnka hegðunarvandamál þess með því að kenna því nýja hegðun og gera breytingar í umhverfi þess. Með jákvæðri agastjórnun er barnið hvatt áfram þegar það sýnir jákvæða hegðun og fær umbun fyrir viðeigandi hegðun frekar en að veita óviðeigandi hegðun athygli með því að refsa fyrir hana. Athyglin á að beinast að því sem gengur vel hjá barninu. Agi næst með því að móta hegðun barnsins með hvatningu og leiðbeiningum.
-
PMTOPMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð og er agastjórnunaraðferð fyrir uppalendur sem byggir á jákvæðri agastjórnun (PBS). Aðferðin byggir á grunni fjölda rannsókna dr. Gerald Patterson, dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á rannsóknarstofunni Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. Aðferðin er oftast kölluð PMT Oregon aðferðin, þar sem hún er kennd við Oregon-fylki í Bandaríkjunum. PMTO agastjórnunaraðferðin er ætluð uppalendum barna með hegðunarfrávik. Aðferðin gengur út á að barninu er ætlað að læra góða hegðun í gegnum tengsl sín við aðra. Sum börn eru líffræðilega meira krefjandi en önnur og þar af leiðandi eru þau börn líklegri til að mæta neikvæðum viðbrögðum frá uppalendum sínum. Með PMTO aðferðinni er hægt að draga úr þessum viðbrögðum með því að vinna með ákveðna grunnþætti sem draga úr hegðunarvanda barnsins og stuðla að jákvæðri hegðun þess.
bottom of page