top of page

Jákvæð sálfræði

Jákvæð  sálfræði  er  fræðigrein  sem  skoðar  á  vísindalegan  hátt  með  mælingum  hvað  einstaklingurinn  telur  mikilvægt  fyrir  lífsánægju  sína.  Jákvæða  sálfræðin  vinnur  út  frá  jákvæðu  þáttunum  í  lífinu  –  þ.e.a.s.  hvað  einkennir  fólk  sem  gengur  vel  í  lífinu  og  er  hamingjusamt.

Jákvæðar  tilfinningar  sem  auka  almenna  velferð  hafa  þar  mikið  að  segja  og  hjálpa  einstaklingum  að  blómstra  bæði  tilfinningalega  og  starfslega.  Þetta  eru  tilfinningar  eins  og  gleði,  áhugi  fyrir  eigin  hamingju,  hugarró  og  ást.  Jákvæðar  tilfinningar  hjálpa  einstaklingum  að  blómstra  andlega  yfir  lengri  tíma  og  draga  úr  líkunum  á  þunglyndi  og  almennri  depurð.

bottom of page