top of page

Jákvæða agastjórnun

Jákvæð agastjórnun er þýðing á Positive Behavior Support (PBS) sem er gagnreynd rannsóknaraðferð til að auka lífsgæði barnsins og minnka hegðunarvandamál þess með því að kenna því nýja hegðun og gera breytingar í umhverfi þess. Með jákvæðri agastjórnun er barnið hvatt áfram þegar það sýnir jákvæða hegðun og fær umbun fyrir viðeigandi hegðun frekar en að veita óviðeigandi hegðun athygli með því að refsa fyrir hana. Athyglin á að beinast að því sem gengur vel hjá barninu. Agi næst með því að móta hegðun barnsins með hvatningu og leiðbeiningum.

bottom of page