Fjalar Freyr
Einarsson
Aga- og uppeldisráðgjafi
Þjónusta
Agaráðgjöf
Agastjórnun.is býður upp á mælanlegar lausnir við hegðunarvanda barna. Einstaklingar og skólar geta nýtt sér þjónustuna.
Veitt er ráðgjöf og kennsla til uppalenda barns með hegðunarerfiðleika. Við væga hegðunarerfiðleika er yfirleitt nóg að hittast í eitt skipti en við mikla hegðunarerfiðleika þarf fleiri skipti og er þá einnig gott að fá að hitta barnið og heyra hliðar þess. Ráðgjöfin fer fram á Einnig er hægt að fá ráðgjöf á heimili viðkomandi eða utan þess.
Til að greina hegðunarvanda og móta úrræði er stuðst við virknimat (functional behavioral assesment, FBA). Upplýsingar úr virknimati auka skilning á áhrifaþáttum hegðunarerfiðleika og nýtast beint við hönnun inngripa til að bæta hegðun. Rannsóknir hafa sýnt að inngrip byggð á virknimati skila betri árangri en inngrip sem ekki taka mið af tilgangi erfiðu hegðunarinnar.

Um Fjalar
Fjalar Freyr Einarsson hefur ævilanga reynslu af vinnu með börnum og unglingum eða allt frá því hann sjálfur var barn.
Hann hefur tæplega 20 ára reynslu sem grunnskólakennari. Hann hóf störf sem leiðbeinandi í Borgarhólsskóla á Húsavík haustið 1999 og skráði sig í framhaldi af því í fjarnám hjá Kennaraháskóla Íslands sem hann sinnti samhliða kennslu og útskrifaðist þaðan sem grunnskólakennari vorið 2005.
Frá upphafi kennslu hefur Fjalar unnið með nemendum með krefjandi hegðun og náð eftirtektarverðum árangri sem byggist á jákvæðum aga og virðingu gagnvart nemendum sínum.
Hann lauk grunnmenntun í jákvæðri agastjórnun (PMTO) 2011 og stundar nú 60 eininga diplómunám í jákvæðri sálfræði.

Fræðsla og pistlar

Jónas og Inger
Fjalar er faglegur og gott að ræða við hann. Við getum eindregið mælt með Fjalari, hann er frábær kennari, mikill fagmaður, traustur og það sem hann gerir, gerir hann af heilum hug.

Guðrún Astrid Elvarsdóttir
Ég hef leitað til Fjalars vegna hegðunarvanda tveggja sona minna. Öll hans ráð hafa virkað mjög vel bæði gagnvart skólanum og ekki síður heima fyrir.

Tralli trúður
Fjalar hitti mig þrisvar sinnum og ég hef bætt hegðun mína helling.
Ég er hér
Spurðu og bókaðu
Hvernig ráðgjöf til foreldra fer fram
Hefðbundinn tími hefst á að uppalandinn segja frá helstu vandamálum í hegðun barns.
Ég skýt spurningum inn á milli og fæ þannig upplýsingar til að sjá heildarmyndina. Einnig nýti ég mér spurningalista ef uppalandinn á erfitt með að koma orðum að vandanum.
Ég kem með hugmyndir um úrræði til að stöðva þá hegðun sem helst þarf að stöðva og sendi rafræn hjálpargögn ef þarf. Eftir tímann tek ég saman helstu áhersluatriði og niðurstöður samtalsins og sendi í tölvupósti.
Ráðgjöfin fer fram á karaconnect.com. Einnig er möguleiki á að hittast í heimahúsi.
Hvert viðtal er 45 mínútur og kostar 10 þúsund. Úrvinnslan og samantektin er þar fyrir utan og er innifalin í verðinu.
Ráðgjöf til foreldra
Fjalar hittir foreldra og aðra uppalendur, ræðir við þá um erfiðu hegðun barnsins og hjálpar þeim að leysa vandamálið.
Aðstoð í skóla
Fjalar kemur í heimsókn í skólann, fylgist með tilteknu barni sem glímir við agavandamál og hjálpar til við að leysa vandann.
Námskeið fyrir foreldra
Fjalar tekur að sér námskeið og fyrirlestra fyrir foreldra og aðra uppalendur. Farið er yfir helstu ráð við uppeldi og hvernig hægt er að forðast krísur.
Hafðu samband
Skráðu þig á póstlistann fyrir hagnýt ráð