
UMSAGNIR
HAFÐU SAMBAND

UM OKKUR
Agastjórnun.is býður upp á mælanlegar lausnir við hegðunarvanda barna. Einstaklingar og skólar geta nýtt sér þjónustuna.
Veitt er ráðgjöf og kennsla til uppalenda barns með hegðunarerfiðleika. Við væga hegðunarerfiðleika er oft nóg að hittast í eitt skipti en við mikla hegðunarerfiðleika þarf fleiri skipti og er þá einnig mikilvægt að fá að hitta barnið og heyra hliðar þess. Ráðgjöfin fer yfirleitt fram á heimili barnsins en einnig á fjarfundi ef þess er óskað.
Við mikla erfiðleika má búast við að það taki um fimm klukkustundir fyrir athuganda að greina vandann og koma með fyrstu ráðleggingar vegna hegðunarvandans. Eftir það má reikna með 30-60 mín. samtöl við foreldra til að bæta við inngripum til að mæta hegðuninni.
Til að greina hegðunarvanda og móta úrræði er m.a. stuðst við virknimat (functional behavioral assesment, FBA). Upplýsingar úr virknimati auka skilning á áhrifaþáttum hegðunarerfiðleika og nýtast beint við hönnun inngripa til að bæta hegðun. Rannsóknir hafa sýnt að inngrip byggð á virknimati skila betri árangri en inngrip sem ekki taka mið af tilgangi erfiðu hegðunarinnar.
VERÐSKRÁ
Viðtal við foreldra - 50 mínútur
20.000 kr.
Þjónusta við skóla og sveitarfélög
Hafðu samband