top of page
allen-taylor-dAMvcGb8Vog-unsplash.jpg

UMSAGNIR

Jónas og Inger

„Fjalar er faglegur og gott að ræða við hann. Við getum eindregið mælt með Fjalari, hann er frábær kennari, mikill fagmaður, traustur og það sem hann gerir, gerir hann af heilum hug.“

HAFÐU SAMBAND

Takk fyrir að senda okkur skilaboð!

Hafðu samband
rawpixel-760028-unsplash.jpg

UM OKKUR

Agastjórnun.is býður upp á fjölbreyttar lausnir við hegðunarvanda einstaklinga, samskiptavanda á heimilum, tilsjón sem og úrræði við skólaforðun. Agastjórnun hefur einbeitt sér að þjónustu við grunnskóla, barnaverndir og félagsþjónustu sveitarfélaga.

Almennt er talað um „hegðunarerfiðleika“ þegar hegðun víkur það mikið frá hegðun barna á sama aldri að það gengur á rétt annarra og hindrar barnið sjálft í þroska námi eða leik. Þegar um hegðunarerfiðleika er að ræða þarf yfirleitt að nálgast vandann heildstætt þ.e.a.s. bæði á heimili (heimilum) og skóla og jafnvel víðar.

Hjá Agastjórnun er veitt ráðgjöf til allra sem að málinu koma s.s. foreldra (og annarra aðstandenda eins og afa og ömmu), starfsfólks skóla, frístunda- og tómstundaheimila.

Í upphafi máls er rætt við þá aðila sem tengjast barninu hvað mest s.s. foreldrar og starfsfólk skóla og frístundar og lagður fram spurningalisti ef þurfa þykir. Kannað er hvort verið sé að mæta þörfum barnsins út frá þeim greiningum sem gerðar hafa verið eða grunur sé um að séu fyrir hendi. Fylgst er með barninu í hefðbundnu umhverfi þess í skóla og frístund. Einnig er farið á heimili barnsins þar sem rætt er við foreldra og gefinn er tími til að kynnast barninu í öruggu umhverfi þess. 

Þegar búið er að afla nægra upplýsinga til að hægt sé að átta sig á tilgangi hegðunarinnar er haldinn fundur þar sem farið er yfir þær hugmyndir sem komið hafa til að bregðast við hegðun barnsins. Ræddar verða hugmyndir um hvernig hægt sé að breyta umhverfisþáttum sem ýta undir erfiða hegðun barnsins s.s. minnka kröfur, hafa skýr skilaboð og minnka áreiti. Einnig hvort aðrir utanaðkomandi þættir hafi áhrif á hegðunina s.s. matarræði, svefn, skjátími, og hvað hægt sé að gera breyta umhverfi barnsins til að minnka hættuna á erfiðri hegðun.

Gera má ráð fyrir að það taki athuganda um fimm til sjö klukkustundir að afla upplýsinga og greina vandann áður en hægt verður að koma með fyrstu hugmyndir að lausn vandans. Eftir það má reikna með klukkustundar samtölum við foreldra og/eða starfsfólk skóla og frístundar til að bæta við inngripum til að mæta hegðuninni. Algengt er að hefja vinnslu með 10 klst. í upphafi máls og staðan svo metin eftir það.

Agastjórnun býður upp á eftirfylgd og stuðning við foreldra og starfsfólk skóla og frístundar eins og þurfa þykir t.d. með símtölum, heimsóknum á heimili og skóla og frístundarheimilis og á teymisfundum.

Til að greina hegðunarvanda og móta úrræði er m.a. stuðst við virknimat (functional behavioral assesment, FBA). Upplýsingar úr virknimati auka skilning á áhrifaþáttum hegðunarerfiðleika og nýtast beint við hönnun inngripa til að bæta hegðun. Rannsóknir hafa sýnt að inngrip byggð á virknimati skila betri árangri en inngrip sem ekki taka mið af tilgangi erfiðu hegðunarinnar.

Um okkur

VERÐSKRÁ

Þegar starfað er fyrir skóla og sveitarfélög er unnið samkvæmt sambærilegri verðskrá og þekkist meðal annarra sérfræðinga á þessu sviði en tilboð gerð í stærri samningum.

bottom of page